Jæja!!!

Dagurinn í gær, já ég fór með ormana til Dr og voru þau bæði sett á pensílín, ekki sömu tegund.  Erla fékk sterkan pensílín kúr sem hún á að taka í 3 daga og vildi hún fá í fljótandi formi, getur ekki tekið töflur, hún hreinlega kemur þeim ekki niður.  Dr hlustaði hana og heyrði e-h hægra megin en það var ekki slím þannig að það var hægt að útiloka lugnabólgu en e-h asma tengt og ákvað að setja hana á sterkan kúr.  Hún er ekki lík sjálfri sér í andliti, komin með bauga og er hvít en borðar eins og hestur og er á fullu alla daga, hún er og hefur alltaf verið með vel útitekið andlit.

Birgir fékk líka pensílín, hann er með ljóta vörtu undi hægri ilinni og er komin sýking í hana og pantaði hann töflur, hann getur kyngt þeim eins og ekkert sé.  Hann fór í sitt blóð tékk í morgun, var vakin klukkan 7,30 og sett á hann 2 stk dreyfiplástra og fór klukkan 8 á bóðprufu og heyrist ekki púst í honum á meðan því stendur þó að það hafði þurft að stinga í báða handleggi, fyrsta stunga gaf ekkert blóð en seinni gaf sitt.  Hann kom mér svo í sjúkraþjálfun, borðaði morgunmatinn sinn á meðan og síðan fylgdi ég honum í skólan.

Það var sko stuð í skólanum, verið að mála krakkana, allir í búningum og spennt fyrir deginum.  Erla fór í norna/skratta búning og Birgir í slökkviliðsbúning, vonandi eiga ormarnir mínir góðan dag, það var erfitt að kveðja þau í skólanum, hitti þau ekki fyrr en á laugardaginn.

erlabirgir 

Tók myndir af þeim í skólanum áður ég kvaddi þau, flott ekki satt!!!!!!!!!!!  elska þau big time. Tók þessar myndir með símanum.

Knús kveðja frá mér til þín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Æji littlu gullin ekki gott,en vonandi ná þau sér og það er eins gott fyrir birgir að vera slökkvuliðsmaður það gæti kvikknað í púkanum henni ErluEn knús og kossar til ykkar kv Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 6.2.2008 kl. 20:19

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Flottir búningar og flottir krakkar, vonandi batnar þeim báðum fljótt  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.2.2008 kl. 01:33

3 identicon

Sumardagurinn fyrsti og þar í kring er fínt. Svona síðasti séns fyrir mig að fara út áður en prófatörn hefst.

Þar sem meirihlutinn á mínu heimili er búinn að vera veikur þá er ég ekki ennþá búin að hringja í Sif

Védís (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 14:22

4 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Þau eru bara yndisleg

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 10.2.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Lilja Björk Birgisdóttir
Lilja Björk Birgisdóttir
Ég er bara ég og þannig er það!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Áhugavert fólk

´74 árg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband