Mánudagur......

.....og vika í Reykjavíkurferð.  Ég fór í sjúkraþjálfun í morgun og aftur fékk ég teip, brúnt, bleikt og blátt og er allveg stórglæsileg með þetta á mér.  Eftir þjálfunina kíkti ég í skólan inn í tíma hjá börnunum mínum, Birgir var í verkefni sem þau kalla líkaminn minn og Erla var að gæða sér á samloku. Okkur foreldrum er allveg frjálst að mæta hvenar sem er í skólan og hjálpa til bæði með okkar eignin börn og annara og þetta er mjög vinsælt hjá foreldrunum.  Það var ansi kalt þegar ég labbaði heim, nasirnar festust saman en það er allveg yndislegt að labba heim í snjó og kulda, það snjóar núna t.d.

WhiteSnake verða með tónleika í júní og ég ætla sko að mæta, ég og Inga Rósa vinkona fórum á tónleika með þeim þegar þeir komu síðast til landsins og vorum við á föstudagskvöldin þanig að við misstum ekki af goðinu okkar David Coverdale, mmmmmmm.    Hver vill koma með?????? er einhver sætur sem vill koma með, ég veit um einn!!!!

Ég er að spá í að kaupa mér aðra tölvu, vantar svona spes skólatölvu, hvað á ég að kaupa???  Ég er allveg rugluð í þessum tölvudæmum, ég verð líka að taka með mér tölvu til Rvk vegna skólans.

Jamm og jæ og bæ.Tounge


2007/2008.......

  Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. 

Hér kemur smá pistill um árið 2007. 

Árið 2007 vara hið þokkalegasta. Ég dreif mig aftur í sjúkraliðanámið sem ég hafði byrjað einu sinni á en hætti vegna veikinda yngsta barnsins.  Ég er að fá hina bestu einkunnir og elska að vera í skóla og læra það sem ég ákvað fyrir mjög mörgum árum að læra, þó ég geti ekki eins og er unnið við aðhlynningu vegna veikinda minna en ég mun vinna að því að koma mér og mínum líkama í gott horf og reikna læknar með 2 árum í þá vinnu.  Ég vann á leikskólanum og naut þess í botn.  Ég skellti mér í kirkjukórin, búið að byðja mig í nokkurn tíma um að koma og lét slag standa og elska ég að syngja.   Við fjölskyldan fjárfestum í notuðum tjaldvagni og skruppum í útilegur og meðal annars á fiskidagin mikla á Dalvík og þar var sko stuð.  Nú í byrjun þessa árs að þá fer mín í  aðgerð á hægri hendi og fer þann 22 janúar og verð nokkra daga í borginni hjá pabba gamla.  Þorrablótið hér á Seyðisfirði verður líka í janúar og er stefna tekið á það.  Húsbóndin náði þeim merka áfanga að verða 40 ára, prinsessan 10 ára, prinsinn 7 ára, keisarinn 16 og mín bara 33 ára.  Við erum búin að gera allskona breytingar á heimilinu okkar og hef ég gaman af því að breyta og punta og skreyta.  Ykkur er velkomið að fylgjast með okkur, börnin eru með síðu á barnalandi undir Systkynin á Seyðisfirði. 

Verið endilega dugleg að senda mér tölvupóst.

Knús og stórir kossar, Lilja Björk. 


Sunnudagur....

.... eru dagar til að vera latur, vera í náttbuxum og drekka gott kaffi, lesa moggan og jú ég verð víst að láta börnin læra, ókei ég verð kannsi að kíkja í læribók.

Prinsessan á heimilinu var sleepover með bekknum sínum, 4-6 bekk, samkennsla vegna fátæktar á börnum hér á Seyðisfirði, og var mikið stuð.  Nonni fór klukkan 5 í morgun til 7 og var ásamt Daníel í gæslu og voru þau flest öll vakandi, reyndar nývöknuð.  Erla Kristín er í þreyttari kanntinum.

Jæja nú er liðið að verða svangt, morgunmaturinn í seinni kanntinum, knús á línuna.


Hér kemur það....

....jabs ég er komin með bloggsíðu.   GG systir er búin að troða því inn í minn litla haus að ég ætti að blogga svo að hér er ég og hana nú.  

Ég breytti öllu í stofuni í dag og er mjög stolt af verkinu mínu, fékk reyndar skammir frá Nonna en ekki nenni ég að bíða eftir því að hann komi heim og hjálpi mér og þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki sú þolinmóðasta.

Ég byrjaði í skólanum á síðasta miðvikudag í HBF 103 ( heilbrigðisfræði) og núna á þriðjud þá byrja ég ú HJÚ 203 ( hjúkrunarfr) og á miðvikud byrja ég ú UTN 103 ( tölvudæmi).  Ég verð svo í SJÚ 103 og 203 í vetur ( sjúkdómafr) alltaf nóg að gera hjá mér.

Ég fer í aðgerð 22 janúar í Rvk, fer 21 og fer heim 24 jan, kem svo aftur 6 feb og fer 9 feb og ég ÆTLA á þorrablót, Anna og Helena fyrirverandi vinnufélagar eru í nefnd og þær eru svo skemmtilegar að ég ætla ekki að missa af þeim spriklandi upp á sviði og syngja, þær eru bestastar.  Ég ætla að draga pabba með mér að versla í Reykjavíkinni þorrsblótskjól og gullskó hahahahahaha.  Nú ef einhver vill koma með mér að versla að þá hefur sá viðkomandi samband, ekki vera að hann varði kallkyns, sætur og skemmtilegur Hmmmmm.IMG_0166[1]

Jæja knúsamús á línuna og ég elska þigWink


« Fyrri síða

Höfundur

Lilja Björk Birgisdóttir
Lilja Björk Birgisdóttir
Ég er bara ég og þannig er það!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Áhugavert fólk

´74 árg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 422

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband