26.3.2008 | 12:35
Suðurferð og fl.
Já ég fer í borg óttans í dag, verð komin um kvöldmatarleitið, beint í mat hjá "mútter" og pabba, Stína syss verður í matarboði með kærastanum sínum. Ég mun svo hitta Dr Björn á morgun, hlakka og kvíði fyrir hvað hann mun segja um frk hægri.
Við sjúkraliðanema skvísurnar vorum að taka próf í HJÚ 203 í gær og fáum endalegu niðurst vonandi sem fyrst, nenni ekki að bíða lengi eftir útkomu prófsins.
Talaði við heimilisl nokkrum sinnum í gær og er hann viss um lyfin, sem eru mörg, eru að valda þessum yfirliðum og uppköstum, höfuðverkju, eyrasuði, eyraverkjum, heilaþoku og hellings fl. Það á að byrja að minnka eitt lyf í einu, prófa sig e-h áfram með þetta. ég er allveg einstaklega heppin þegar ég fæ e-h lyf að þau fara andsk ílla í mig, alltaf og alltaf, ég er svoooooo óheppin manneskja með lyf að það er ekki fyndið. Nú á að pressa fast á Reykjalund, ég á að hringja í dag og Dr hér ætla líka að hringja.
Vá rausið í mér, ókei það skín sól í heiði og einn allavega, fugl söng í morgun og það snjóar líka svona líka fallegum snjókornum, jólasnjó. Hringt var í húsbandið klukkan 6 í morgun og honum tjáð það að það var snjór á götunum eða það var búið að snjóa slatta og hann snaraðist af stað út fór hann.
Jæja nú fara Nágrannar að byrja í Tv og ég er ekki búin að hella upp á kaffi
HEYRUMST
Tenglar
Áhugavert fólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel mín kæra hjá doktornum mikið er nú gott að sólin er farinn að skina þá get ég kannski farið að koma mér heim hehe sagði bóndanum að ég kæmi ekki fyrr en snjórinn væri farinn hehemmm vona að þú komist sem fyrst inn á Reykjalund og farir að komast í lag. kveðja og knús úr borginni Anna Bugga
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 26.3.2008 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.