12.2.2008 | 11:10
Gaman saman.
Já og það er kalt úti og vindur, brrrrrrrrrr. Ég komst heilu á höldu úr Reykjavíkinni þrátt fyrir rok, rigningu og ófærð á reykvískan mælikvarða. Ég fór á fimmtudaginn um morguninn kl 8 að hitta Dr Björn, vaknað hress og kát enda skemmtilegur læknir sem ég var að fara að hitta, pabbi ofurhugi leit út um gluggan og kallaði, það er allt ófært. Ófært hugsaði ég og var hugsað um allan fréttaflutninginn um ófærðina í henni Rvk og alla árekstrana, allir fastir og allt í tómu tjóni, leit út um nákvæmlega sama glugga og hann faðir minn og ég sá enga ófærð! Ég klæddi mig en þó ekki í gallapils en fór í leðurstigvélin mín, skellti á mig glitrandi hönskum og út ég fór, mokaði af Fordinum og fór mína leið eins og að það væri sumarfærð, hitta Dr og fékk þann dóm að ég gæti verið svona næsta árið og má alls ekki nota hendina, hlífa henni og ég er rétthend, SÆLL. Ég á að koma aftur 27 mars og ætla aftur að stoppa alein í henni Rvk í nokkra daga. Jæja ferðin frá Dr gekk eins og í sögu á Fordinum, fór og fékk mér kaffi latte og vínarbrauð á Nesti á leið heim í grafarholtið.
Stína syss, ég og Gugga vinkona hennar fórum svo í hádeginu á pizza stað á Laugarveginum, hlógum mikið og skoðuðum stráka, okei þær enda einhleypar.
Á föstudeginum var rok og rigning og ætlaði ég helst ekki að fara út, kláraði öll 4 tölvuverkefnin og ákvað síðan að skella mér út í þetta dásemdar veður NOT í gallapilsi og stigvélunum góðu, fór í Skeifuna, fyrst Hagkaup og verslaði mér brækur og eldrauðan bol handa Siggu Stínu mákonu, fór í 66°N lagði þessum flotta Range Rover upp á nokkuð margar millur í þetta fína stæði og datt næstum á rassgatið þegar ég steig út og á mig horfðu 3 karlmenn og sagði ÚPS, verslaði mér geggjaða, hvíta flíspeysu. Fór í uppáhalds búðina mína sem heitir Glugg-Inn og er í skeifunni og ef ykkur langar að gefa mér gjöf/gjafir þá bendi ég ykkur á þessa búð, verslaði mér 2 kertaluktir og fleira punterí.
Það var samt gott að komast heim og ekki verra að eyða sunnudags eftirmiðdegi með skólapíunum mínum, var að hjálpa þeim að gera tölvuverkefnin, snillinn ég.
Knús og kram ÉG.
Tenglar
Áhugavert fólk
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jams of you go...'Eg beið og beið en enginn syss hringdiEn ég bíð þá bara til 27 og þú sleppur ekki svona vel næst góða mín hehe..Og vonadi verðiru yfir afmælið mitt tarammm knús og koss Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 12.2.2008 kl. 23:35
Hálkan er yndisleg, sem betur fer hef ég ekki dottið á rassinn í 25 ár. Síðast þegar ég datt á rassinn var ég ólétt af annarri stelpunni minni, komin 7 mánuði á leið. Það munaði litlu í gær að ég dytti á rassinn en það bjargaðist...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.2.2008 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.