WE WISH YOU WELL

Fallegt lag með flottri hjómsveit, NJÓTIÐ, LUV Y ALL


Suðurferð og fl.

Já ég fer í borg óttans í dag, verð komin um kvöldmatarleitið, beint í mat hjá "mútter" og pabba, Stína syss verður í matarboði með kærastanum sínum.  Ég mun svo hitta Dr Björn á morgun, hlakka og kvíði fyrir hvað hann mun segja um frk hægri.

Við sjúkraliðanema skvísurnar vorum að taka próf í HJÚ 203 í gær og fáum endalegu niðurst vonandi sem fyrst, nenni ekki að bíða lengi eftir útkomu prófsins.

Talaði við heimilisl nokkrum sinnum í gær og er hann viss um lyfin, sem eru mörg, eru að valda þessum yfirliðum og uppköstum, höfuðverkju, eyrasuði, eyraverkjum, heilaþoku og hellings fl.  Það á að byrja að minnka eitt lyf í einu, prófa sig e-h áfram með þetta.  ég er allveg einstaklega heppin þegar ég fæ e-h lyf að þau fara andsk ílla í mig, alltaf og alltaf, ég er svoooooo óheppin manneskja með lyf að það er ekki fyndið.  Nú á að pressa fast á Reykjalund, ég á að hringja í dag og Dr hér ætla líka að hringja.

Vá rausið í mér, ókei það skín sól í heiði og einn allavega, fugl söng í morgun og það snjóar líka svona líka fallegum snjókornum, jólasnjó.  Hringt var í húsbandið klukkan 6 í morgun og honum tjáð það að það var snjór á götunum eða það var búið að snjóa slatta og hann snaraðist af stað út fór hann.

Jæja nú fara Nágrannar að byrja í Tv og ég er ekki búin að hella upp á kaffiWhistling

HeartHEYRUMSTHeart


PáskaeggjaRass.

Já það held ég nú.  Krakkarnir höfðu mikið fyrir því að leita af eggjunum sínum, eitt vel falið inn í þvottahúsi og hitt inn í bakaraofni.  Við hjónaleysurnar fengum líka sitthvort, Nonni hafði gott af því en ekki ég, rassin bara ber ekki þessa aukaþyngdSick, annars er heilsan mín ekki búin að vera upp á marga fiska, yfirlið, höfuðverkir og læti, hringt í Dr og á að tala við hann aftur á morgun, húsbandið búin að vera með blóðþrýstíngs mælirinn á lofti og taka mælingar hjá mér og hafa þær alltaf sýnt sömu tölur.  Ormurinn er búin vera með miklar áhyggjur af múttu sinni og er búin að standa vaktina fyrir pabba sinn þegar pa þarf að skreppa frá.

Fórum í geggjaða fermingarveislu, frábær matur og frábært fólk.

Mín er á leið suður á miðvikudag, lækna stúss og námskeið, skólast og fl.

Jæja Heart


Í sól og sumaryl.

Já sól, sól og sól, ég og 3 aðrar erum að fara í stelpuferð til Spánar 12 til 20 apríl, ein af okkur á íbúð úti og verður mikið stuð og mikið gaman hjá okkur, jæks hvað á ég að pakka niður í tösku, hvað á ég að taka með, pils, boli, bikiní, sólarvörn og hvað meir???? Okkur hlakkar svo tilllllllll.

Ég er búin að vinna 5 vinnustaða vaktir á Nesk, 3 á hjúkrunardeildinni og 2 í Breiðablik en það eru þjónustuíbúðir.  Ég er búin að læra helling en þetta er búið að taka toll af mínum líkama, þreytt og þreytt og þá eru 10 vaktir eftir.

Páskar framundan, förum í fermingarveislu á morgun hjá syni Auði vinkona og frænku.  Ekkert er planað hjá okkur um páskana, býst við að húsbandið vinna e-h um helgina.

Jæja krúttbollur, síja.


Fallegt ljóð fyrir ykkur fallega fólkið.

Þú ert ljósið sem skærast skín
í mínu lífi, elsku stelpan mín
og ég þakka fyrir þig á hverjum degi
og vona, að lengi enn ég njóta þín megi.

Þú ert lítill engill sem mér var sendur,
svo fullkomin að mér fallast hendur,
og ég skal gera mitt besta til að sýna þér,
að alltaf þú eigir vísan stað í hjarta mér.

Og hjartað slær núna hraðar í mér.
Þakka þér Faðir, sem allt sér.
Af lotningu ég fyllist er ég lít hana á,
stúlkuna sem Hann, lét mig fá.

Og alltaf er ég lít á þig, svo sæt og fín.
Þá get ég undrast, að þú sért dóttir mín.
Og þú mátt vita, ef vökvar tárin kinn.
Að alltaf sé opinn faðmur minn


kArlMeNn

1.HVERS VEGNA ERU KARLMENN GÁFAÐRI Á MEÐAN ÞEIR HAFA MÖK? (vegna þess að þeir eru tengdir við snilling!)  

2. HVERS VEGNA BLIKKA KONUR EKKI AUGUNUM MEÐAN ÞÆR HAFA MÖK? (þær hafa einfaldlega ekki tíma!)  

3. HVERS VEGNA ÞARF MILLJÓNIR SÆÐISFRUMA TIL AÐ FRJÓVGA EGG? (þær stoppa ekki til að spyrja vegar)  

4. HVERS VEGNA HRJÓTA KARLMENN ÞEGAR ÞEIR LIGGJA Á BAKINU?  (pungurinn fellur yfir rassgatið og stöðvar gegnumtrekkinn)  Þið eruð farnar að brosa núna stelpur, er það ekki? ;o)  

5. HVERS VEGNA FENGU KARLMENN STÆRRI HEILA EN HUNDAR? annars væru þeir riðlandi á fótleggjum kvenna í kokteilboðum)  

6. HVERS VEGNA SKAPAÐI GUÐ MANNINN Á UNDAN KONUNNI? (þú þarft jú gróft uppkast áður en þú gerir lokaútgáfuna)  

7. HVE MARGA KARLMENN ÞARF TIL AÐ SETJA KLÓSETTSETUNA NIÐUR? (hmm, veit ekki.....það hefur ekki gerst ennþá)  

Einn góður í lokin... 

 8. HVERS VEGNA SETTI GUÐ KARLMANNINN Á JÖRÐINA? (vegna þess að titrari slær ekki garðinn)   


SmÁ laUgArdaGsGríN!!!!!!!!

90 ára gamall maður var í árlegri læknisskoðun og læknirinn spurði hann hvernig hann hefði það.
Mér hefur aldrei liðið betur. Nýja konan mín er 18 ára og hún gengur með fyrsta barnið okkar!

Læknirinn hugsaði um þetta eitt augnablik og sagði svo:
Einu sinni var maður sem var mjög ákafur skotveiðimaður, hann sleppti aldrei veiðitímabili.
Dag einn var hann á mikilli hraðferð og hann greip með sér regnhlíf í staðinn fyrir riffilinn sinn. Þegar hann var kominn langt inn í skóginn þá gengur hann fram á stóran og grimman skógarbjörn. Hann miðar á hann með regnhlífinni og bang, björninn dettur niður dauður!

Það er óhugsandi, sagði gamli maðurinn, einhver annar hlýtur að hafa skotið hann.

Já……….það er nú eiginlega það sem ég var að reyna að segja, svaraði læknirinn.


Uppdeit!!

Jæja fréttir af mér??  Skólin gengur fínt, klára HBF 103 í næstu viku með eitt stk prófi, HJÚ 203 og UTN 103 klárast líka í næstu!!!  Ég vona bara að þetta gangi vel hjá minni!!

Líkaminn minn er í algjöru rusli frá toppi til táar.  Ég náði að togna í hálsi hægra megin og niður á öxl.  Sjúkraþj reyndi að nudda þetta í gær morgun en það komu sko aukaverkanir, var með höfuðverk í allan gærdag og fram á kvöld.  Höfuðverkir eru búinir að vera að plaga mig undan farna marga daga og verstir um klukkan 17,00 á á daginn og of svo slæmir að ég bara ligg.

Ég fór í klippingu og lit í gær og er svo ánægð með útkomuna.  Krakkarnir fóru í myndatöku í skólanum í gær, bæði bekkjarmynd og einstaklings mynd og mikið hlakkar okkur foreldrunum að sjá útkomuna.

Jæja klem og knús á línuna, xxxxx


80 ára.

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag hann Siggi, hann á afmæli í dag.

Já Siggi tengdapabbi er 80 ára og erum ég og Sigga Stína mákona búnar að baka fyrir gamla og vonandi mun sá gamli eiga góðan dag með fjölskyldunni sinni.


Mars mættur!

Í mars eiga margir afmæli í minni fjölsk, 4 mars Siggi tengdarpabbi og verður hann 80 ára á morgun, 12 mars Valdís vinkona og frænka 34 ára, mamma 24 mars 54 ára, Þórdís systir 28 mars 24 ára, Siggi frændi held 39 ára og Guðný systir 31 árs.

Kaldaljós var sýnd á RUV í gærkveldi og var hún tekin hér upp á Sey.  Kiddi unglingurinn minn lék í henni og var hann með rullu í henni sem var e-h svona " hvernig er verðrið þarna út frá" og svo e-h meir en hann kom þegar Grímur strákurinn var á göngu og hitt nokkra stráka.  Fyndið að sjá Kidda þarna í myndinni en hún var tekin minnir mig hér 2002, Kiddi var lítill og búttaður en alls ekki feitur en í dag er hann höfðinu stærri en ég ( 169) og grannur.  Nonni minn lék líka í myndinni en hann lék auðvitað björgunarsveitarmann sem kom til að tilkynna að snjóflóð hefði fallið en var ekki með neina rullu og svo var tengarpabbi í henni eða öllu heldur bíllinn hans, hann Smali gamli, grænn Willis jepp,eldgamall.  Já það var gaman að horfa á myndina í gær.

Nonni fór snemma að vinna í morgun, já klukkan 5 takk fyrir, í snjómokstri og verður minn þreyttur í kvöld.

Ég er ekki enn farin að læra að segja NEI, ég held að ég skelli mér á námskeið í neii!!!!

Jæja eigið þið góðar stundir.


Næsta síða »

Höfundur

Lilja Björk Birgisdóttir
Lilja Björk Birgisdóttir
Ég er bara ég og þannig er það!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Áhugavert fólk

´74 árg

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband